Lax númer 1000 úr Jöklu þetta góða veiðisumar kom að var færður til bókar að morgni laugardags 7. september. Það var Norðfirðingurinn Guðrún Smáradóttir sem setti í laxinn og landaði honum í Arnarmel neðan við Laxárós (sjá meðfylgjandi mynd). Hængurinn sem var 60 sm tók rauðan frances. Þetta er í fyrsta skipti sem Jökla rýfur…
Category: Fréttir 2024
Jökla á topp tíu í sumar
Veiðisumarið í Jöklu hefur verið gott og 658 laxar skráðir á 8 stangir þar frá því veiði hófst í lok júlí. Hverfandi líkur eru á yfirfalli í ágúst og góðar líkur á að áin haldist tær út veiðitímann til loka september. Samkvæmt veiðitölum Landssambands veiðifélaga 8. ágúst er Jökla nú í 9. sæti yfir fengsælustu…
Veiðin byrjuð og grillsamvera 5. júlí
Laxveiði hófst í Jöklu 24. júní og hefur aldrei verið byrjað jafn snemma. Eftir kalt vor voru aðstæður hins vegar ekki eins ákjósanlegar og í fyrra. Fyrstu dagana kom því enginn lax á land og vatnavextir í Jöklu með köldu leysingavatni gerðu það að verkum að fiskvegurinn við Steinboga var illfær fyrir fisk. Vænir sjóbirtingar…
Óbreytt stjórn eftir aðalfund
Aðalfundur veiðifélagsins var haldinn laugardaginn 27. apríl á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum. Þröstur Elliðason leigutaki fór yfir síðasta ár og horfur fyrir veiðisumarið sem eru góðar, enda hverfandi líkur á að yfirfall trufli veiði fyrr en seint eins og Árni Óðinsson frá Landsvirkjun staðfesti í sínu erindi. Hefðbundin aðalfundarstörf gengu vel fyrir sig og voru…
Þriðjungslíkur á engu yfirfalli í Jöklu
Á aðalfundi veiðifélagsins 27. apríl kynnti Árni Óðinsson frá Landsvirkjun hver staðan væri á vatnshæð Hálslóns og hverjar horfur væru varðandi yfirfall í sumar. Í máli hans kom fram að vatnsstaðan hefur aðeins einu sinni verið lægri á þessum tíma og það var veturinn 2013-2014. Enn er að lækka í lóninu og sérfræðingar telja jafnvel…
Aðalfundur 27. apríl 2024
Stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal boðar til aðalfundar á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 27. apríl kl. 14.00. Dagskrá verður í samræmi við samþykktir félagsins og fundarboð hafa verið send til félagsmanna í pósti. Gestir fundarins verða Þröstur Elliðason, fyrirsvarsmaður Strengja leigutaka árinnar og Stefán Hrafnsson sem ætlar að segja frá Six Rivers verkefninu á…