
Veiðisumarið í Jöklu hefur verið gott og 658 laxar skráðir á 8 stangir þar frá því veiði hófst í lok júlí. Hverfandi líkur eru á yfirfalli í ágúst og góðar líkur á að áin haldist tær út veiðitímann til loka september. Samkvæmt veiðitölum Landssambands veiðifélaga 8. ágúst er Jökla nú í 9. sæti yfir fengsælustu laxveiðiár landsins. Vel er bókað út ágúst og því allar líkur á að Jökla rjúfi 1000 laxa múrinn þetta árið. Bestu veiðidagarnir hafa gefið yfir 30 daga. Góðar göngur af smálaxi hafa skilað sér upp ána sem lofar góðu fyrir stórlaxa á næsta ári. En stóru fiskarnir hafa líka verið að bíta á hjá veiðimönnum eins og þessi 95 sm hængur sem kom upp úr Húsármótum um miðjan júlí.