Fyrstu prentuðu veiðikortin fyrir Jöklu komu út hjá Veiðifélagi Jökulsár á Dal sumarið 2016 og svo endurbætt upplag 2018. Inn á þau eru merktir helstu veiðistaðir sem eru þekktir og hafa fengið nafn. Einnig veiðivegir og hvort koma eigi að veiðistað frá hægri eða vinstri bakka. Nýtt og endurbætt upplag kom út sumarið 2022. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast prentuð kort (2022) geta nálgast þau hjá veiðiverði, Guðmundi Ólasyni. En hér á vefnum er hægt að sækja nýjustu gerð 2022 í pdf-skjali sem nýta má í snjallsíma eða skoða í tölvu.
Jökla I pdf (frá Héraðsflóa að Hvanná II, ásamt Laxá og Kaldá)


Jökla II pdf (frá Hvanná II að Merkisbrú)


Hér fyrir neðan eru eldri loftmyndakort unnin af Hauki Guðmundssyni sem voru vinnugögn en sýna helstu veiðistaði og slóðir að þeim. Gott er að landeigendur rýni þessar myndir og komi athugasemdum við veiðistaðanöfn eða annað á framfæri við Skúla Björn sem hefur umsjón með útgáfu veiðikorta.
JÖKLA II



JÖKLA I




LAXÁ

KALDÁ
