Veiðisumarið í Jöklu hefur verið gott og 658 laxar skráðir á 8 stangir þar frá því veiði hófst í lok júlí. Hverfandi líkur eru á yfirfalli í ágúst og góðar líkur á að áin haldist tær út veiðitímann til loka september. Samkvæmt veiðitölum Landssambands veiðifélaga 8. ágúst er Jökla nú í 9. sæti yfir fengsælustu…
Tag: Jökla
Veiðin byrjuð og grillsamvera 5. júlí
Laxveiði hófst í Jöklu 24. júní og hefur aldrei verið byrjað jafn snemma. Eftir kalt vor voru aðstæður hins vegar ekki eins ákjósanlegar og í fyrra. Fyrstu dagana kom því enginn lax á land og vatnavextir í Jöklu með köldu leysingavatni gerðu það að verkum að fiskvegurinn við Steinboga var illfær fyrir fisk. Vænir sjóbirtingar…
Fyrsti 100kallinn lét ekki á sér standa
Veiðin er loksins farin af stað í Jöklu eftir miklar leysingar í hitanum undanfarna daga. Formlega hófst veiðin 27. júní en fyrstu fiskar veiddust 3. júlí um leið og áin varð veiðanleg. Og fyrsti hundraðkallinn lét ekki á sér standa, kom á land 4. júlí. Nils Folmer Jørgensen fékk 102 sm hæng á Sandárbroti sem…