SAMÞYKKT
fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal
(niðurhalanlegt pdf út Stjórnartíðindum)
1. gr.
Félagið heitir Veiðifélag Jökulsár á Dal, kt. 611206-0700. Heimili þess og varnarþing er hið sama og heimili formanns.
2. gr.
Félagsmenn eru skráðir eigendur/ábúendur jarða og landareigna, sem land eiga að Jökulsá á Dal og þverám hennar svo langt sem þær teljast fiskgengar.
Félagið getur heimilað stofnun deilda á tilteknum hlutum vatnasvæðisins, sem ráðstafa veiði hver á sínu félagssvæði með þeim skilyrðum sem samþykkt eru á félagsfundi þeirrar deildar og staðfest eru af stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal.
Stjórninni er heimilt að innheimta gjald af deildunum til að standa undir rekstri félagsins þó aldrei hærra en 10% af brúttótekjum þeirra, enda liggi fyrir samþykkt aðalfundar um gjaldtökuna. Slík samþykkt þarf atkvæði 2/3 fundarmanna til þess að öðlast gildi.
Eftirtaldar jarðir/landeignir eiga aðild að Veiðifélagi Jökulsár á Dal.
Hróarstunga
Blöndugerði, Blöndubakki, Stóri-Bakki, Árbakki, Stóri-Bakki/Félagsrækt, Litli-Bakki, Hrærekslækur, Galtastaðir út, Geirastaðir II, Húsey I, Húsey II.
Jökulsárhlíð
Eyjasel, Hólmatunga, Torfastaðir, Árteigur, Hnitbjörg, Bláeyri, Fagrahlíð, Hlíðarhús, Sleðbrjótssel, Mássel, Sleðbrjótur I, SleðbrjóturII, Breiðamörk I, Breiðamörk II, Surtsstaðir, Hallgeirsstaðir, Vörðubrún, Hrafnabjörg I, Hrafnabjörg II, Hrafnabjörg III, Hrafnabjörg IV, Fossvellir I, Fossvellir II, Selland.
Jökuldalur
Valþjófsstaður, Aðalból, Vaðbrekka, Skriðuklaustur, Klaustursel, Merki, Arnarhóll, Arnórsstaðapartur, Gauksstaðir, Mælivellir, Skuggahlíð, Hnefilsdalur I, Hnefilsdalur II, Smáragrund, Skeggjastaðir, Refshöfði, Teigasel I, Teigasel II, Gil, Hrúthamrar, Hrólfsstaðir, Hauksstaðir, Hvanná I, Hvanná II, Hvanná III, Hofteigur, Hjarðargrund, Hjarðarhagi, Skjöldólfsstaðir I, Skjöldólfsstaðir II, Gilsá, Arnórsstaðir I og II, Arnórsstaðir III, Hákonarstaðir I, Hákonarstaðir II, Hákonarstaðir III, Langagerði, Breiðilækur, Grund, Eiríksstaðir, Brú I, Brú II, Laugavellir.
Um atkvæðisrétt í félaginu fer eftir 40. gr. laga um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006.
3. gr.
Verkefni félagsins er að viðhalda góðri fiskgengd á félagssvæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna.
Því ber einnig að stuðla að góðri nýtingu veiðihlunninda svo að eigendur og samfélagið í heild njóti sem best arðs af þeim.
Félagið tekur til allrar veiði á félagssvæðinu og ráðstafar henni til deilda félagsins eða með öðrum hætti, í samræmi við samþykkt félagsfundar. Til að slík framkvæmd nái fram að ganga þarf atkvæði 2/3 fundarmanna og skal geta þess í fundarboði að slík ákvörðun liggi fyrir fundinum.
Félaginu ber að vernda vistkerfi vatnafiska á félagssvæðinu og koma í veg fyrir að verklegar framkvæmdir eða önnur starfsemi skaði lífríki þess.Deildir félagsins geta ráðstafað veiði hver á sínu svæði í umboði stjórnar, sbr. 2. gr. og félaginu er heimilt að stunda fiskrækt í samræmi við gilda fiskræktaráætlun á hverjum tíma.
4. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm manns og er kjörtímabil þrjú ár, þó þannig að þegar kosið er í fyrsta sinn eftir lögum þessum skal formaður kosinn til þriggja ára, tveir meðstjórnendur til tveggja ára og tveir meðstjórnendur til eins árs. Í deildum félagsins skulu stjórnarmenn vera 2-5.
Stjórnarmenn skulu eiga aðild að félaginu eða starfa í umboði þeirra landeigenda/ábúenda sem getið er í 2. gr.
Félagið er aðili að samstarfsnefnd veiðiréttareigenda við Lagarfljót og Jökulsá á Dal (áður Veiðifélags Fljótsdalshéraðs) og eru kjörnir stjórnarmenn hverju sinni jafnframt fulltrúar í þeirri nefnd.
Formaður er kosinn á aðalfundi, en að öðru leyti skipta stjórnarmenn með sér verkum. Enginn atkvæðisbær félagsmaður getur skorast undan kosningu, nema sérstök forföll hamli, eða ef hann hefur verið í stjórn í þrjú ár. Kjósa skal þrjá varamenn til eins árs í senn. Kjósa skal tvo skoðunarmenn og einn skoðunarmann til vara ár hvert.
5. gr.
Stjórnin hefur á hendi allar framkvæmdir félagsins milli aðalfunda. Aðalfundur ákveður þóknun fyrr störf stjórnar. Hún fær menn sér til aðstoðar við þau störf í þágu félagsins, sem vinna þarf á hverjum tíma og semur við þá um þóknun fyrir. Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur yfirumsjón með öllum störfum félagsins og fjárreiðum.
6. gr.
Stjórnarmenn skulu víkja sæti við meðferð þeirra mála félagsins sem snerta hagsmuni þeirra eða venslamanna þeirra sérstaklega umfram aðra félagsmenn. Þeir skulu haga störfum sínum þannig að jafnræðis sé gætt meðal félagsmanna. Stjórn félagsins skal gæta andmælaréttar félagsmanns áður en mál sem snertir hagsmuni tiltekins félagsmanns umfram aðra félagsmenn er tekið til afgreiðslu á stjórnarfundi.
Stjórn félagsins skal ætíð gæta þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun í því er tekin.
Rísi ágreiningur um lögmæti ákvörðunar félagsstjórnar eða fundar í félaginu getur hver félagsmaður kært ákvörðunina til Fiskistofu. Kærufrestur er þrír mánuðir frá því að ákvörðunin var tekin.
7. gr.
Fundi í félaginu skal boða skriflega með dagskrá eigi síðar en 10 dögum fyrir fundardag. Skylt er að boða fundi í félaginu með ábyrgðarbréfi ef breyta á samþykktum félagsins eða ráðstafa veiði á félagsfundi. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fundum. Þó verður breyting á samþykkt eða arðskrá að hljóta samþykki 2/3 atkvæðisbærra félagsmanna. Nú verður breyting samþykkt eða arðskrá ekki afgreidd vegna ófullnægjandi fundarsóknar og má þá boða til annars fundar. Á þeim fundi ræður afl atkvæða.
Nú er ráðgert að breyta samþykkt, arðskrá eða ráðstafa veiði og skal þess getið í fundarboði. Nú fer atkvæðagreiðsla fram á fundi skv. fyrirmælum 7. mgr. 40. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og gildir þá ein eining í arðskrá hjá félagsmanni sem hefur atkvæðisrétt, sem eitt atkvæði, sbr. 1. mgr. 40. gr sömu laga. Greiða má atkvæði skriflega, enda sé þess getið í fundarbók. Á félagsfundi skal leggja fram skrá yfir atkvæðisbæra félagsmenn. Umboð sem lögð eru fram á fundi skulu skráð í fundargerðabók.
8. gr.
Aðalfund skal halda fyrir 1. júní ár hvert. Á aðalfundi skýrir stjórnin frá störfum félagsins á liðnu starfsári og leggur fram tillögur um starfsemi þess á næsta ári ásamt fjárhagsáætlun félagsins fyrir komandi starfsár. Þá skal hún leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins og ályktar fundurinn um þá. Aukafundi skal halda eftir þörfum eða ef ¼ félagsmanna æskir þess bréflega og tilgreinir fundarefnið.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
3. Umræður um skýrslu og reikninga.
4. Fjárhagsáætlun næsta árs.
5. Breytingar á samþykktum félagsins ef fyrir liggja.
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna, sbr. 4. gr.
7. Ráðstöfun veiðiréttar.
8. Önnur mál.
Á fundum hvort sem er aðalfundum eða aukafundum skal liggja frammi skrá um atkvæðisbæra félagsmenn.
9. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Stjórninni ber að færa reikningana í gerðabók, sem henni er skylt að halda, svo og samþykktir félagsins, félagaskrá, arðskrá og fundargerðir.
10. gr.
Arði af sameiginlegri veiði skal skipt niður á félagsmenn samkvæmt arðskrá. Arðskrá skal vera deildaskipt og skal veiðifélagið taka saman arðskrár deilda félagsins og birta í Stjórnartíðindum.
Kostnað af starfsemi félagsins skulu félagsmenn greiða í því hlutfalli sem þeir taka arð.
11. gr.
Samþykkt þessi staðfestist samkvæmt 39. gr laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt falla úr gildi eldri samþykktir veiðifélagsins.
Samþykkt á aðalfundi Veiðifélags Jökulsár á dal 23. apríl 2017
Staðfest af Fiskistofu 30. júní 2017