Veiðifélag Jökulsár á Dal var stofnað formlega á aðalfundi 2. maí 2007 í kjölfar þess að Veiðifélag Fljótsdalshéraðs hafði verið endurreist árið 2005 og síðan skipt niður í tvö félag, annars vegar um Lagarfljót og hins vegar um Jöklu. Báðar stórárnar falla til sjávar um sama ós og er starfandi samstarfsnefnd sem í eiga sæti stjórnarmenn beggja veiðifélaga.
Saga Veiðifélags Fljótsdalshéraðs og veiða í Jöklu og þverám hennar er hins vegar aldargömul og verður bætt hér inn greinum um hana.