Á aðalfundi sl. vor var samþykkt að greiða 60% af leigutekjum ársins sem arð til veiðiréttarhafa við Jöklu. Með fréttabréfinu í júní voru send út eyðublöð og óskir um upplýsingar frá veiðiréttarhöfum varðandi greiðslur á arði. Heimtur á þeim upplýsingum hafa verið nokkuð góðar en betur má ef duga skal. Nú fyrir jól sendi veiðifélagið…
Góður endasprettur í september
Það er enginn hörgull á fallegum veiðistöðum á Efra-Dal. Ljósm. SBG. Eins og frá var greint í síðustu færslu þá kom yfirfallið óvenjusnemma í ár sökum veðurblíðu og hlýinda fyrrapart sumars. En síðan gerðist það sem hefur einu sinni gerst áður, yfirfallið fór af áður en veiðitíma lauk. 20. september tók Jökla að hreinsa sig…
Stuttur veiðitími þetta árið!
Sólin hefur skinið vel á okkur hér fyrir austan frá því í vor. Ekki er hægt að kvarta yfir veðurblíðunni en hún er veiðifélaginu ekki hagstæð. Yfirborð Hálslóns var lágt í vor þegar við héldum aðalfund og því útlit fyrir gott og langt veiðiár í Jöklu. En sökum sólbráðar í hlýindum undanfarna mánuði hækkaði ört…
Styttist í opnun Jöklu
Jökla verður opnuð sunnudaginn 1. júlí að venju. Sést hefur til laxa í ánni, m.a. stökkvandi á Hólaflúðinni hjá Hauksstöðum. En þar er unnið að varanlegri stígagerð um þessar mundir til að bæta aðgengið. Verið er að koma fyrir skiltum við veiðistaði víða við ána og ný veiðikort voru að koma úr prentun. Þá hefur…
Aðalfundur afstaðinn
Stjórn veiðifélagsins 2018-2019 f.v.: Skúli Björn Gunnarsson, Halla Eiríksdóttir, Gestur Hallgrímsson, Aðalsteinn Jónsson, Lárus Brynjar Dvalinsson og Agnar Benediktsson 3. varamaður. Á myndina vantar Þorstein Gústafsson 1. varamann og Benedikt Ólason 2. varamann. Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 28. apríl. Fundinn sóttu um 30 manns og voru fulltrúar 37 atkvæðisbærra…
Aðalfundur 2018
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2018 verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 28. apríl 2018, kl. 14:00. Dagskrá: Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka. Erindi Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun. Erindi Jóns Helga Björnssonar, formanns Landssambands veiðifélaga. Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum Skýrsla stjórnar Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Umræður um skýrslu…
Yfirfallið komið í Jöklu
Franskur veiðimaður kastar flugu fyrir lax á Sauðárbreiðu í Kaldá. Ljósmynd SBG. Aðfaranótt sl. laugardags 19. ágúst tók að flæða yfir úr Hálslóni og út í farveg Jöklu. Var áin veiðanleg fram eftir sunnudegi en er nú komin í sinn gamla jökulgrá lit. Það fór því svo að yfirfallið kom á svipuðum tíma og í…
Veiðisumarið 2017 hafið
Veiði hófst í dag 1. júlí í Jöklu. Fyrsti lax var kominn á land kl. 7.20 og var það Magni Bernhardsson sem landaði honum. Fiskurinn, sem var 85 sm hængur, tók við Fossárgrjót og var veiðimaðurinn kominn niður undir Skipalág þegar hann náðist á land. Þrír aðrir laxar veiddust á þessum fyrsta veiðidegi, tveir á…
Góður aðalfundur
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal fór fram að Skjöldólfsstöðum sunnudaginn 23. apríl. Mæting á fundinn var með ágætum þó að margir atkvæðisbærir félagsmenn næðu ekki að koma heldur létu sér nægja að senda umboð sín. Atkvæði 2/3 voru því á staðnum sem var nauðsynlegt til að hægt væri að gera breytingar á samþykktum, að beiðni…
Aðalfundur 2017
Hér með er boðað til aðalfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal, sem haldinn verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum sunnudaginn 23. apríl 2017, kl. 14:00. Dagskrá: Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka. Erindi Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun. Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum Skýrsla stjórnar Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Umræður um skýrslu…
Arðskrá samþykkt á félagsfundi
Á öðrum félagsfundi Veiðifélags Jöklu í haust, sem boðað var til 25. nóvember á Skjöldólfsstöðum, var fyrsta arðskrá félagsins samþykkt samhljóða. Tekur hún til 8.000 eininga af þeim 10.000 sem arðskrárnefnd gerði að tillögu sinni að skipt yrði á milli jarða. 2.000 einingum er haldið eftir til að taka inn mat á búsvæðum og uppeldisskilyrðum…
Annar félagsfundur 25. nóv. kl. 17
Þar sem ekki mættu nógu margir atkvæðisbærir veiðiréttarhafar eða umboðsmenn þeirra (21 atkvæði af 74) á félagsfundinn, sem boðaður var vegna afgreiðslu arðskrár í Brúarási 5. nóvember, hefur stjórn boðað til annars félagsfundar föstudaginn 25. nóv. kl. 17 á Skjöldólfsstöðum. Á þeim fundi nægir einfaldur meirihluti atkvæða til að samþykkja arðskrána. Verði hún samþykkt verður gildistími…