Fréttabréf veiðifélagsins er lagt af stað til veiðiréttarhafa í pósti og ætti að ná til manna næstu daga. Í því er m.a. boðað til tiltektar- og fjölskyldudags sunnud. 28. júní. Hefst hann með grilli í Hálsakoti kl. 12 og síðan skipta menn sér á svæði í tiltekt fram til kl. 16 en eftir það geta…
Aðalfundur afstaðinn
Aðalfundur félagsins var haldinn á Skjöldólfsstöðum 30. maí sl. Fundurinn var fremur fámennur en auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var Þröstur Elliðason leigutaki með stutt erindi gegnum fjarfundabúnað. Skúli Björn Gunnarsson og Gestur Hallgrímsson voru endurkjörnir í stjórn til 3ja ára og lítilsháttar breyting varð á skipan varamanna. Agnar Benediktsson er 1. varamaður, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður…
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020
Hér með er boðað til aðalfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal, sem haldinn verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 30. maí 2020, kl. 14:00. Dagskrá: Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka. Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum Skýrsla stjórnar Lagðir fram endurskoðaðir reikningar (hér er hægt að skoða ársreikning 2019 óundirritaðan) Umræður um…
Aðalfundur haldinn 30. maí
Stjórn veiðifélagsins hefur ákveðið að boða til aðalfundar félagsins laugardaginn 30. maí kl. 14 á Skjöldólfsstöðum. Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf. Fundarboð verða send út á næstu dögum en veiðirétthafar geta merkt við daginn í dagatalinu sínu.
Arðgreiðslur og aðalfundur
Arðgreiðslur fyrir árið 2019, í samræmi við samþykkt aðalfundar, voru framkvæmdar í árslok 2019 en þá höfðu flestar upplýsingar um eigendur skilað sér til félagsins. Enn vantar þó upplýsingar um einhverjar jarðir og er arður þeirra geymdur á safnreikningi hjá félaginu. Vaninn hefur verið að halda aðalfund í apríl en það er ljóst að COVID-19…
Veiðiárinu lokið
Veiði lauk í Jöklu 30. september. Því miður þá hélst yfirfallið út veiðitímann frá því það kom á í byrjun ágúst. Það voru því fáar vikur sem hægt var að veiða í Jöklu sjálfri þetta sumarið. Veiðitölur verður að skoða í ljósi þess. Óstaðfestar tölur eru að veiðst hafi 383 laxar í Jöklu að Kaldá og…
Lax um alla á en yfirfallið komið
Það fór eins og í fyrra, yfirfallið komið í byrjun ágúst en áin varð óveiðanleg fyrir hádegi í dag, 6. ágúst. Og á sama tíma eru góðar göngur og lax um alla Jöklu. Í gær 5. ágúst þegar fór að leka yfir við Kárahnjúka komu 25 laxar á land vítt og breitt á veiðisvæðinu og…
Fyrsti lax sumarsins
Veiði hófst í Jöklu fimmtudaginn 27. júní. Það er nokkrum dögum fyrr en vanalega en laxinn var mættur þó að hann væri tregur til að taka í heitu vatninu. Bæði sást til fiska við Laxárós og í Hólaflúð. Í dag 28. júní kom síðan sá fyrsti á land, falleg 79 sm hrygna sem tók hitch…
Fjölskyldu- og tiltektardagur 23. júní
Fjölskyldu- og tiltektardagur sunnudaginn 23. júní Stjórn veiðifélagsins hefur í samráði við leigutaka ákveðið að efna til fjölskyldu- og tiltektardags sunnudaginn 23. júní. Veiðiréttarhafar eru hvattir til að nýta daginn til þess að huga að aðgengi veiðimanna á jörðum sínum en sameiginleg dagskrá verður svona: Kl. 12. Safnast saman við Brúarás með verkfæri til að…
Flugukastnámskeið 11. júní
Veiðifélag Jökulsár á Dal stendur fyrir flugukastnámskeiði fyrir byrjendur í íþróttahúsinu á Brúarási þriðjudagskvöldið 11. júní kl. 19-21. Leiðbeinandi er Björgvin Pálsson frá Veiðiflugunni. Stangir til að æfa köst verða á staðnum og munu þátttakendur síðan fá afsláttarbréf í Veiðifluguna á fluguveiðigræjur og tengdar vörur. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem búa á bökkum Jöklu…
Nýr formaður kosinn á aðalfundi
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 13. apríl sl. Á fundinum voru áhugaverð erindi frá Þresti Elliðasyni leigutaka, Inga Rúnari Jónssyni frá Hafrannsóknastofnun og Snævarri Georgssyni veiðimanni og leiðsögumanni við ána. Helstu atriði má sjá í aðalfundargerð. Hefðbundin aðalfundarstörf tóku síðan við eftir þessi erindi og er þar markverðast að nýr…
Aðalfundur 2019
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2019 verður haldinn Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 13. apríl 2019, kl. 14:00. Dagskrá: 1.Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka. Erindi fulltrúa Hafrannsóknastofnunar um rannsóknir síðasta árs. Erindi Snævarrs Arnar Georgssonar, veiðileiðsögumanns við Jöklu. 2. Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum 3. Skýrsla stjórnar 4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar…