Þorvaldur áfram formaður

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn á Skjöldólfsstöðum 23. apríl 2022. Á honum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var að þessu sinni kosið um formannssætið. Þorvaldur P. Hjarðar gaf kost á sér áfram og var enginn annar í framboði. Þorvaldur mun því sitja sem formaður næstu þrjú árin. Varamenn voru endurkjörnir þau Agnar Benediktsson,…

Aðalfundur 23. apríl 2022

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal árið 2022 verður haldinn Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 23. apríl, kl. 14:00. Dagskrá: Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka Erindi Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum Skýrsla stjórnar Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Umræður um skýrslu og reikninga Fjárhagsáætlun næsta árs Breytingar á samþykktum félagsins (engar…

Ágætt veiðiár í Jöklu

Veiðisumarið 2021 var ágætt í Jöklu miðað við margar aðrar ár. Veiði hófst 27. júní og yfirfallið kom 24. ágúst þannig að veitt var í rúmar átta vikur. Heildarlaxveiðin í Jöklu sjálfri var 504 laxar og þar af veiddust 53% ofan við Hólaflúð sem sýnir að Jökuldalurinn er að sækja í sig veðrið. Og hlutfall…

Um 370 laxar á land

Veiðimenn í Jöklu hafa fengið á kenna á veðurblíðunni í sumar og áin orðið allt að 20 gráðu heit. Samt hefur verið ágæt veiði og um 370 laxar komnir á land. Hátt í þriðjungur þeirra veiddist á Jöklu 2 og hefur sést til laxa að skoða Stuðlagil líkt og ferðamennirnir. Veiðin hefur dreifst vel nema…

Fyrsti 100kallinn lét ekki á sér standa

Veiðin er loksins farin af stað í Jöklu eftir miklar leysingar í hitanum undanfarna daga. Formlega hófst veiðin 27. júní en fyrstu fiskar veiddust 3. júlí um leið og áin varð veiðanleg. Og fyrsti hundraðkallinn lét ekki á sér standa, kom á land 4. júlí. Nils Folmer Jørgensen fékk 102 sm hæng á Sandárbroti sem…

Tiltekt, grill og upphaf veiði

Veiði í Jöklu hefst sunnudaginn 27. júní. Líkt og undanfarin ár efnir félagið til tiltektardags fyrir opnun og verður hann laugardaginn 26. júní að þessu sinni. Eru landeigendur hvattir til að huga að aðgengi að ánni fyrir sínu landi og fjarlægja rusl. Þeir sem hafa tíma aflögu til að fara með stjórnarmönnum á fleiri staði,…

Leigutími Strengja framlengdur til 2031

Aðalfundur Veiðifélags Jöklu fór fram á Skjöldólfsstöðum 24. apríl. Flestir fundarmenn voru á staðnum en nokkrir veiðiréttarhafar sátu fundinn gegnum fjarfundabúnað. Halla Eiríksdóttir og Lárus Brynjar Dvalinsson voru endurkjörin í stjórn til næstu 3ja ára og varamenn til eins árs verða áfram: Agnar Benediktsson, Þorsteinn Gústafsson og Stefanía Karlsdóttir. Samþykkt var á fundinum að fullar…

Aðalfundur 2021

Hér með er boðað til aðalfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal, sem haldinn verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 24. apríl, kl. 14:00. (Fundarboð er sent í ábyrgðarpósti til veiðiréttarhafa) Vegna COVID verður fundurinn einnig sendur út á Zoom. Upplýsingar um það verða settar inn á heimasíðu félagsins http://www.jokla.org. Ekki verður hægt að framkvæma skriflega atkvæðagreiðslu gegnum…

Veiðin 2020 – tölfræði

Snævarr Örn Georgsson veiðileiðsögumaður hefur tekið saman tölfræði fyrir Jöklu eftir veiðisumarið 2020, m.a. með samanburði við fyrri ár. Þá er hér hægt að sækja pdf-skjal með veiði eftir veiðistöðum 2020.

Metsumarið 2020

Veiði í Jöklu lauk 30. september og höfðu þá veiðst um 870 laxar sem er mesta skráða sumarveiði á veiðisvæðinu. Yfirfallið kom ekki fyrr en 22. ágúst og stóð í fjórar vikur þannig að einnig var veiði í ánni í lok september. Efsti veiðistaður var við ósa Treglu eins og síðustu tvo ár. Á meðfylgjandi…

Metfiskur veiðist í Jöklu

Það var heppinn ungur þýskur veiðimaður sem landaði stærsta fiski sem veiðst hefur í Jöklu í veiðistaðnum Sjálfheldu innan við Blöndugerði þann 17. júlí.  Hrygnan tók 1/4 tommu Snældu og endaði í háfnum eftir mikla baráttu í gljúfrinu. Myndina tók leiðsögumaðurinn Matthías Þór Hákonarson.  Veiðin í ánni hefur farið ágætlega af stað og komnir vel…

Laxveiðin 2020 hafin

Jökla opnaði í morgun með stæl, fyrsti lax, 70 sm hrygna, var kominn á land fljótlega eftir að flugan skautaði á hitch yfir Hólaflúðina. Þar var töluvert af fiski og veiddust þrír tveggja ára fiskar þar fyrir hádegi. Atlantshafslaxinn er því mættur í Jöklu og áin eins og hún getur best orðið, vatnshiti komin yfir…