Leigutaki

strengir_logo1

Leigutaki Jökulsár á Dal eru Veiðiþjónustan Strengir ehf. sem stofnuð var 1988. Forsvarsmaður Strengja er Þröstur Elliðason. Núgildandi leigusamningur Strengja um Jöklu var samþykktur á aðalfundi 2018 og gildir til ársins 2026. Strengir eru auk þess með leigusamninga við deildir Laxár og Kaldár og við Veiðifélag Fögruhlíðarár.

Strengir byggðu og eiga veiðihúsið Hálsakot á bökkum Kaldár og er það nýtt fyrir neðri hluta Jöklu og Fögruhlíðará.

Veiðivörður við Jöklu er Guðmundur Ólason (sími 660-6893).

Á heimasíðu Strengja er hægt að kanna stöðu veiðileyfa og sækja ýmsar upplýsingar um veiðisvæðin.

Á Facebook síðunni er einnig að finna myndir, myndbönd og ýmsar tölulegar upplýsingar.

Aðrar ár sem Strengir eru leigutakar að eru: Breiðdalsá, Minnivallalækur og Hrútafjarðará.