Þá er Jökla orðin kólgugrá eins og í gamla daga. Síðasti veiðidagur í ánni tærri var mánudagurinn 22. ágúst. Veiðidagar þetta árið fyrir yfirfall urðu því 53 talsins og skiluðu um 400 löxum. Veiðin dreifðist á mun fleiri veiðistaði en síðustu ár og sömuleiðis veiddist lax allt upp við ármót Treglu á Efri-Dal. Um 80%…
Category: Uncategorized
Glæsileg veiðistaðamerki
Þá hafa fyrstu nýju merkin við veiðistaði verið sett upp. Þau eru hönnuð og smíðuð af bændum í Teigaseli og var þeim fyrstu komið fyrir nú í vikulokin á völdum stöðum með aðstoð vinnuflokks Landsvirkjunar. Stefnt er að því að yfir 20 staðir verði merktir áður en veiðitíma lýkur þetta árið. Merkin eru þannig úr…
Veiðikortin komin út
Fyrstu alvöruveiðikortin fyrir Jöklu eru komin út hjá Veiðifélagi Jökulsár á Dal. Inn á þau eru merktir helstu veiðistaðir sem eru þekktir og hafa fengið nafn. Einnig veiðivegir og hvort koma eigi að veiðistað frá hægri eða vinstri bakka. Þetta er fyrsta útgáfa og öruggt mál að einhverjar betrumbætur þarf að gera fyrir næsta ár…
Fyrsti laxinn ofan við Merkisbrú
Veiðin í Jöklu og Fögruhlíðará fer vel af stað þetta sumarið. Aldrei fyrr hefur orðið vart við jafnmikið af laxi á fyrstu 10 dögum júlímánaðar og það dreift um árnar. Búið er að landa um 75 löxum og eru þeir nær allir af stærri gerðinni enda smálaxagöngur ekki byrjaðar. Um helgina dró síðan til tíðinda…
Fyrstu laxarnir 2016
Jökla var opnuð í dag, 1. júlí. Töluvert vatn var í ám eftir rigningar og þungbúið en það aftraði ekki veiðimönnum frá því að setja í stóra fiska. Eins og vonir stóðu til voru 2ja ára fiskarnir mættir og veiddust fiskar allt frá Skipalág og upp í Svelg, eða nánast enda á milli í Jöklu…
Seiðasleppingar hafnar
Um þessar mundir er verið að sleppa seiðum á vatnasvæði Jökulsár á Dal. Gönguseiði eru sett í tjarnir við þverár í Hlíðinni og í Fögruhlíðará og munu þau ganga til sjávar í haust og skila sér í veiði strax næsta sumar. Í Jöklu sjálfa eru sett á valda staði bæði eins árs seiði (ca. 10…
Arðskrá kynnt og Aðalsteinn endurkjörinn
Stjórn Veiðifélagsins 2016-2017. F.h. Aðalsteinn Jónsson formaður, Skúli Björn Gunnarsson, Vilhjálmur Snædal, Bragi Steinar Björgvinsson, Þórarinn Hrafnkelsson, Gestur Hallgrímsson 1. varamaður, Benedikt Arnórsson 2. varamaður. Á myndina vantar Benedikt Ólason 3. varamann. Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn í Brúarásskóla sl. laugardag, 16. apríl. Fundinn sátu um 30 manns. Gestir fundarins voru Þröstur Elliðason…