Stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal boðar til aðalfundar á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00. Dagskrá verður í samræmi við samþykktir félagsins og fundarboð hafa verið send til félagsmanna í pósti. Gestir fundarins verða Þröstur Elliðason, fyrirsvarsmaður Strengja leigutaka árinnar, Gunnar Örn Petersen, frkvstj. Landssambands veiðifélaga og Stefán Hrafnsson sem ætlar að…
Category: Uncategorized
Fyrsti laxinn 2023 kominn á land
Fyrsta lax veiðisumarsins 2023 í Jöklu veiddi Neil Robertson í Skipalág neðan við Fossá. Þessi 85 sm hængur tók hina klassísku flugu Black Sheep og var lúsugur. Hann kom á land um klukkan hálftíu að morgni sunnudagsins 25. júní. Ljósmyndina tók Þröstur Elliðason.
Ágætt veiðiár í Jöklu
Veiðisumarið 2021 var ágætt í Jöklu miðað við margar aðrar ár. Veiði hófst 27. júní og yfirfallið kom 24. ágúst þannig að veitt var í rúmar átta vikur. Heildarlaxveiðin í Jöklu sjálfri var 504 laxar og þar af veiddust 53% ofan við Hólaflúð sem sýnir að Jökuldalurinn er að sækja í sig veðrið. Og hlutfall…
Leigutími Strengja framlengdur til 2031
Aðalfundur Veiðifélags Jöklu fór fram á Skjöldólfsstöðum 24. apríl. Flestir fundarmenn voru á staðnum en nokkrir veiðiréttarhafar sátu fundinn gegnum fjarfundabúnað. Halla Eiríksdóttir og Lárus Brynjar Dvalinsson voru endurkjörin í stjórn til næstu 3ja ára og varamenn til eins árs verða áfram: Agnar Benediktsson, Þorsteinn Gústafsson og Stefanía Karlsdóttir. Samþykkt var á fundinum að fullar…
Styttist í opnun Jöklu
Jökla verður opnuð sunnudaginn 1. júlí að venju. Sést hefur til laxa í ánni, m.a. stökkvandi á Hólaflúðinni hjá Hauksstöðum. En þar er unnið að varanlegri stígagerð um þessar mundir til að bæta aðgengið. Verið er að koma fyrir skiltum við veiðistaði víða við ána og ný veiðikort voru að koma úr prentun. Þá hefur…
Aðalfundur afstaðinn
Stjórn veiðifélagsins 2018-2019 f.v.: Skúli Björn Gunnarsson, Halla Eiríksdóttir, Gestur Hallgrímsson, Aðalsteinn Jónsson, Lárus Brynjar Dvalinsson og Agnar Benediktsson 3. varamaður. Á myndina vantar Þorstein Gústafsson 1. varamann og Benedikt Ólason 2. varamann. Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 28. apríl. Fundinn sóttu um 30 manns og voru fulltrúar 37 atkvæðisbærra…
Góður aðalfundur
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal fór fram að Skjöldólfsstöðum sunnudaginn 23. apríl. Mæting á fundinn var með ágætum þó að margir atkvæðisbærir félagsmenn næðu ekki að koma heldur létu sér nægja að senda umboð sín. Atkvæði 2/3 voru því á staðnum sem var nauðsynlegt til að hægt væri að gera breytingar á samþykktum, að beiðni…
Aðalfundur 2017
Hér með er boðað til aðalfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal, sem haldinn verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum sunnudaginn 23. apríl 2017, kl. 14:00. Dagskrá: Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka. Erindi Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun. Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum Skýrsla stjórnar Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Umræður um skýrslu…
Arðskrá samþykkt á félagsfundi
Á öðrum félagsfundi Veiðifélags Jöklu í haust, sem boðað var til 25. nóvember á Skjöldólfsstöðum, var fyrsta arðskrá félagsins samþykkt samhljóða. Tekur hún til 8.000 eininga af þeim 10.000 sem arðskrárnefnd gerði að tillögu sinni að skipt yrði á milli jarða. 2.000 einingum er haldið eftir til að taka inn mat á búsvæðum og uppeldisskilyrðum…
Annar félagsfundur 25. nóv. kl. 17
Þar sem ekki mættu nógu margir atkvæðisbærir veiðiréttarhafar eða umboðsmenn þeirra (21 atkvæði af 74) á félagsfundinn, sem boðaður var vegna afgreiðslu arðskrár í Brúarási 5. nóvember, hefur stjórn boðað til annars félagsfundar föstudaginn 25. nóv. kl. 17 á Skjöldólfsstöðum. Á þeim fundi nægir einfaldur meirihluti atkvæða til að samþykkja arðskrána. Verði hún samþykkt verður gildistími…
Veiðisumrinu lokið
Veiði á Jöklusvæðinu lauk 30. september. Alls veiddust 484 laxar í Jöklu og þverám hennar og í Fögruhlíðará var landað 100 löxum. Meirihlutinn af þessum fiskum var 2ja ára lax, yfir 70 sm, en eins ár fiskur skilaði sér lítið í Jöklu sem aðrar ár á Norðausturhorninu líkt og búist var við vegna kalda vorsins…
Fundur í Brúarási 1. sept. kl. 20
Í júní sendi arðskrárnefnd frá sér arðskrá fyrir hverja jörð sem á veiðirétt í Jökulsá á Dal. Veiðiréttarhafar fengu sex vikur til að skila skriflegum athugasemdum til formanns arðskrárnefndar. Í bréfinu sem fylgdi arðskránni var einnig boðað til fundar hinn 1. sept. kl. 20.00 á Brúarási með þeim veiðiréttarhöfum sem þess óska til viðræðna um…