800 laxar fyrir yfirfall

Jökla fór á yfirfall að kvöldi 4. ágúst eftir hlýjan júlímánuð. Góð veiði var í ánni allri fram á síðasta dag og fiskur víða. Veiðimönnum tókst að landa 800 löxum sem er mun meiri veiði en verið hefur á sama tíma. Jökla er þetta sumarið ein fárra laxveiðiáa þar sem hefur verið almennileg veiði og…

500 laxa múrinn rofinn

Nú þegar mánuður er liðinn frá því byrjað var að veiða í Jöklu er búið að landa 500 löxum. Er það betri veiði en nokkru sinni áður á þessum tíma. Hólaflúð er sem fyrr sá veiðistaður sem er með flesta fiska, komnir yfir 130 þar á land en úr Steinboganum eru komnir yfir 80 laxar….

Fréttabréf og grill

Sunnudaginn 29. júní kl. 15:30 verður grillsamvera í Hálsakoti og hvetur stjórn landeigendur til að huga að tiltekt fyrir eigin landi áður en að því kemur. Enginn einn dagur verður tekinn í tiltekt frekar en í fyrra. Fréttabréf veiðifélagsins er komið út og ætti að berast í póstkassa félagsmanna næstu daga. Forsíðuna prýðir mynd af…

Fyrsti laxinn kom úr Laxá

Veiði hófst í Jöklu í morgun 24. júní líkt og í fyrra. Skilyrði voru betri en á síðasta ári en samt búið að rigna töluvert síðasta sólarhringinn. Fyrsti laxinn kom á land í Laxá á tíunda tímanum. Það var veiðimaður frá Spáni sem setti í og landaði fallegum 88 sm hæng sem tók Sunray á…

Þorvaldur endurkjörinn formaður

Aðalfundur Veiðifélags Jöklu var haldinn sunnudaginn 27. apríl. Á fundinum var Þorvaldur P. Hjarðar endurkjörinn sem formaður til næstu 3ja ára og engar breytingar urðu á nefndaskipan. Samþykkt var að 70% af leigutekjur ársins færu í arðgreiðslur. Jafnframt var samþykkt að stjórn beri ábyrgð á endurskoðun og uppfærslu arðskrár en í haust mun búsvæðamat frá…

Útlit fyrir gott veiðiár eftir metið 2024

Það er gott útlit fyrir veiðiárið á bökkum Jöklu 2025 eftir metárið 2024 þegar áin rauf 1000 laxa múrinn. Hlutfall stórlaxa var gott og öflugar göngur af smálaxi lofa góðu um stórlax á komandi sumri. Hægt er að skoða ýmis konar tölfræði sem tekin hefur verið saman um veiðina í Jöklu og hliðarám ásamt Fögruhlíðará…