Yfirfallið kom 1. ágúst

Yfirfallið kom óvenjusnemma á Jöklu þetta árið eða 1. ágúst. Aðeins einu sinni áður hefur það komið álíka snemma. Það þýddi að aðeins var veiðanlegt í tæpar 5 vikur í ánni og veiðin í fullum gangi um allt upp í Tregluhyl þegar yfirfallið byrjaði. Búið var að veiða um 430 laxa og Jökla í 9….

Fréttabréfið komið út

Hið árlega fréttabréf er komið út og á leið til veiðiréttarhafa. Í því er hefðbundið efni og rétt að minna á að tiltektardagur félagsins er laugardagur 8. júlí. Nánari upplýsingar um hann er m.a. að finna í fréttabréfinu sem lesa má rafrænt hér.

Fyrsti laxinn 2023 kominn á land

Fyrsta lax veiðisumarsins 2023 í Jöklu veiddi Neil Robertson í Skipalág neðan við Fossá. Þessi 85 sm hængur tók hina klassísku flugu Black Sheep og var lúsugur. Hann kom á land um klukkan hálftíu að morgni sunnudagsins 25. júní. Ljósmyndina tók Þröstur Elliðason.

Veiðin hefst 25. júní – tiltekt 8. júlí

Veiðin í Jöklu hefst nk. sunnudag, 25. júní. Eftir hlýtt vor er áin löngu komin í sumarvatn og hitastigið í henni það hátt að laxinn er væntanlega genginn langt upp á Dal. Það er því spenna í lofti fyrir fyrsta veiðidegi. En að sama skapi ákveðinn kvíði vegna stöðu Hálslóns sem hefur aldrei staðið jafnhátt…

Að loknum aðalfundi

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn laugardaginn 29. apríl 2023 á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum. Þar fluttu Þröstur Elliðason frá Strengjum og Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, áhugaverð erindi á undan hefðbundnum aðalfundarstörfum. Þröstur ræddi m.a. niðurstöður seiðarannsókna sem sýna greinilega aukningu í náttúrulegri hrygningu í Jöklu og benda rafveiðar síðustu tveggja ára…

Aðalfundur 29. apríl 2023

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal árið 2023 verður haldinn á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 29. apríl kl. 14:00. Dagskrá: Kaffiveitingar verða í boði veiðifélagsins á fundinum. Þeir sem vilja fylgjast með streymi frá fundinum vinsamlega sendi Skúla Birni tölvupóst á skulibg@simnet.is.