Yfirfall við Kárahnjúka byrjaði 5. september þetta árið svo að verður að treysta á þverárnar út mánuðinn.. Veiði hefur verið með ágætum í sumar og búið að landa um 780 löxum á móti 500 í fyrra. Jökla er nálægt því að vera á topp tíu listanum yfir aflahæstu árnar á þessum tímapunkti en hæpið að…
Category: Fréttir 2022
Tiltekt 9. júlí og fréttabréf
Fréttabréf félagsins er komið út og ættu veiðiréttarhafar að hafa fengið það sent. Einnig er hægt að skoða það hér á netinu. Í því er m.a. sagt frá tiltektardeginum sem verður nk. laugardag 9. júlí. Mæting er við Brúarás kl. 10 þar sem Þorvaldur formaður skipuleggur aðgerðir og skiptir liði. Svo er gert ráð fyrir…
Veiðin fer vel af stað í Jöklu
Veiðin fór vel af stað þann 27. júní í Jöklu. Hér á myndinni er breski veiðimaðurinn Niall Morrisson með fyrsta lax sumarsins sem hann fékk á hitch í Hólaflúð á opnunarmorgni þann 27. (Ljósm. ÞE) Sett var í 15 laxa á þessu fyrsta degi og af þeim komu 9 að landi og flestir yfir 80…
Veiði hefst 27. júní – tiltekt í júlí
Veiði í Jöklu hefst 27. júní nk. Stjórn veiðifélagsins hefur ákveðið að tiltektardagur verði laugardaginn 9. júlí í ár. Landeigendur eru engu að síður hvattir til að huga að aðgengi fyrir sínu landi áður en veiðin hefst. Uppskipting árinnar í veiðisvæði breytist í ár þannig að Jökla verður eitt veiðisvæði frá Tregluhyl við Hákonarstaði og…
Ræktunarstarfið að skila árangri
Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu um seiðarannsóknir og veiði í Jöklu árið 2021. Í henni kemur m.a. fram að þéttleikavísitala villtra laxaseiða var sumarið 2021 sú hæsta sem mælst hefur, 10,5 seiði á 100 m2. Og út frá hreistursýnum sem bárust voru um 65 % smálaxanna og 78 % stórlaxanna metinn af villtum uppruna. Það…
Þorvaldur áfram formaður
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn á Skjöldólfsstöðum 23. apríl 2022. Á honum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var að þessu sinni kosið um formannssætið. Þorvaldur P. Hjarðar gaf kost á sér áfram og var enginn annar í framboði. Þorvaldur mun því sitja sem formaður næstu þrjú árin. Varamenn voru endurkjörnir þau Agnar Benediktsson,…
Aðalfundur 23. apríl 2022
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal árið 2022 verður haldinn Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 23. apríl, kl. 14:00. Dagskrá: Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka Erindi Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum Skýrsla stjórnar Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Umræður um skýrslu og reikninga Fjárhagsáætlun næsta árs Breytingar á samþykktum félagsins (engar…