Um 370 laxar á land

Veiðimenn í Jöklu hafa fengið á kenna á veðurblíðunni í sumar og áin orðið allt að 20 gráðu heit. Samt hefur verið ágæt veiði og um 370 laxar komnir á land. Hátt í þriðjungur þeirra veiddist á Jöklu 2 og hefur sést til laxa að skoða Stuðlagil líkt og ferðamennirnir. Veiðin hefur dreifst vel nema…

Fyrsti 100kallinn lét ekki á sér standa

Veiðin er loksins farin af stað í Jöklu eftir miklar leysingar í hitanum undanfarna daga. Formlega hófst veiðin 27. júní en fyrstu fiskar veiddust 3. júlí um leið og áin varð veiðanleg. Og fyrsti hundraðkallinn lét ekki á sér standa, kom á land 4. júlí. Nils Folmer Jørgensen fékk 102 sm hæng á Sandárbroti sem…

Tiltekt, grill og upphaf veiði

Veiði í Jöklu hefst sunnudaginn 27. júní. Líkt og undanfarin ár efnir félagið til tiltektardags fyrir opnun og verður hann laugardaginn 26. júní að þessu sinni. Eru landeigendur hvattir til að huga að aðgengi að ánni fyrir sínu landi og fjarlægja rusl. Þeir sem hafa tíma aflögu til að fara með stjórnarmönnum á fleiri staði,…

Leigutími Strengja framlengdur til 2031

Aðalfundur Veiðifélags Jöklu fór fram á Skjöldólfsstöðum 24. apríl. Flestir fundarmenn voru á staðnum en nokkrir veiðiréttarhafar sátu fundinn gegnum fjarfundabúnað. Halla Eiríksdóttir og Lárus Brynjar Dvalinsson voru endurkjörin í stjórn til næstu 3ja ára og varamenn til eins árs verða áfram: Agnar Benediktsson, Þorsteinn Gústafsson og Stefanía Karlsdóttir. Samþykkt var á fundinum að fullar…

Aðalfundur 2021

Hér með er boðað til aðalfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal, sem haldinn verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 24. apríl, kl. 14:00. (Fundarboð er sent í ábyrgðarpósti til veiðiréttarhafa) Vegna COVID verður fundurinn einnig sendur út á Zoom. Upplýsingar um það verða settar inn á heimasíðu félagsins http://www.jokla.org. Ekki verður hægt að framkvæma skriflega atkvæðagreiðslu gegnum…

Veiðin 2020 – tölfræði

Snævarr Örn Georgsson veiðileiðsögumaður hefur tekið saman tölfræði fyrir Jöklu eftir veiðisumarið 2020, m.a. með samanburði við fyrri ár. Þá er hér hægt að sækja pdf-skjal með veiði eftir veiðistöðum 2020.