Veiði í Jöklu lauk 30. september og höfðu þá veiðst um 870 laxar sem er mesta skráða sumarveiði á veiðisvæðinu. Yfirfallið kom ekki fyrr en 22. ágúst og stóð í fjórar vikur þannig að einnig var veiði í ánni í lok september. Efsti veiðistaður var við ósa Treglu eins og síðustu tvo ár. Á meðfylgjandi…
Category: Fréttir 2020
Metfiskur veiðist í Jöklu
Það var heppinn ungur þýskur veiðimaður sem landaði stærsta fiski sem veiðst hefur í Jöklu í veiðistaðnum Sjálfheldu innan við Blöndugerði þann 17. júlí. Hrygnan tók 1/4 tommu Snældu og endaði í háfnum eftir mikla baráttu í gljúfrinu. Myndina tók leiðsögumaðurinn Matthías Þór Hákonarson. Veiðin í ánni hefur farið ágætlega af stað og komnir vel…
Laxveiðin 2020 hafin
Jökla opnaði í morgun með stæl, fyrsti lax, 70 sm hrygna, var kominn á land fljótlega eftir að flugan skautaði á hitch yfir Hólaflúðina. Þar var töluvert af fiski og veiddust þrír tveggja ára fiskar þar fyrir hádegi. Atlantshafslaxinn er því mættur í Jöklu og áin eins og hún getur best orðið, vatnshiti komin yfir…
Grill, tiltekt og veiði sunnudaginn 28. júní
Fréttabréf veiðifélagsins er lagt af stað til veiðiréttarhafa í pósti og ætti að ná til manna næstu daga. Í því er m.a. boðað til tiltektar- og fjölskyldudags sunnud. 28. júní. Hefst hann með grilli í Hálsakoti kl. 12 og síðan skipta menn sér á svæði í tiltekt fram til kl. 16 en eftir það geta…
Aðalfundur afstaðinn
Aðalfundur félagsins var haldinn á Skjöldólfsstöðum 30. maí sl. Fundurinn var fremur fámennur en auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var Þröstur Elliðason leigutaki með stutt erindi gegnum fjarfundabúnað. Skúli Björn Gunnarsson og Gestur Hallgrímsson voru endurkjörnir í stjórn til 3ja ára og lítilsháttar breyting varð á skipan varamanna. Agnar Benediktsson er 1. varamaður, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður…
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2020
Hér með er boðað til aðalfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal, sem haldinn verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 30. maí 2020, kl. 14:00. Dagskrá: Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka. Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum Skýrsla stjórnar Lagðir fram endurskoðaðir reikningar (hér er hægt að skoða ársreikning 2019 óundirritaðan) Umræður um…
Aðalfundur haldinn 30. maí
Stjórn veiðifélagsins hefur ákveðið að boða til aðalfundar félagsins laugardaginn 30. maí kl. 14 á Skjöldólfsstöðum. Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf. Fundarboð verða send út á næstu dögum en veiðirétthafar geta merkt við daginn í dagatalinu sínu.
Arðgreiðslur og aðalfundur
Arðgreiðslur fyrir árið 2019, í samræmi við samþykkt aðalfundar, voru framkvæmdar í árslok 2019 en þá höfðu flestar upplýsingar um eigendur skilað sér til félagsins. Enn vantar þó upplýsingar um einhverjar jarðir og er arður þeirra geymdur á safnreikningi hjá félaginu. Vaninn hefur verið að halda aðalfund í apríl en það er ljóst að COVID-19…