Veiðiárinu lokið

Veiði lauk í Jöklu 30. september. Því miður þá hélst yfirfallið út veiðitímann frá því það kom á í byrjun ágúst. Það voru því fáar vikur sem hægt var að veiða í Jöklu sjálfri þetta sumarið. Veiðitölur verður að skoða í ljósi þess. Óstaðfestar tölur eru að veiðst hafi 383 laxar í Jöklu að Kaldá og…

Lax um alla á en yfirfallið komið

Það fór eins og í fyrra, yfirfallið komið í byrjun ágúst en áin varð óveiðanleg fyrir hádegi í dag, 6. ágúst. Og á sama tíma eru góðar göngur og lax um alla Jöklu. Í gær 5. ágúst þegar fór að leka yfir við Kárahnjúka komu 25 laxar á land vítt og breitt á veiðisvæðinu og…

Fyrsti lax sumarsins

Veiði hófst í Jöklu fimmtudaginn 27. júní. Það er nokkrum dögum fyrr en vanalega en laxinn var mættur þó að hann væri tregur til að taka í heitu vatninu. Bæði sást til fiska við Laxárós og í Hólaflúð. Í dag 28. júní kom síðan sá fyrsti á land, falleg 79 sm hrygna sem tók hitch…

Fjölskyldu- og tiltektardagur 23. júní

Fjölskyldu- og tiltektardagur sunnudaginn 23. júní Stjórn veiðifélagsins hefur í samráði við leigutaka ákveðið að efna til fjölskyldu- og tiltektardags sunnudaginn 23. júní. Veiðiréttarhafar eru hvattir til að nýta daginn til þess að huga að aðgengi veiðimanna á jörðum sínum en sameiginleg dagskrá verður svona:  Kl. 12. Safnast saman við Brúarás með verkfæri til að…

Flugukastnámskeið 11. júní

Veiðifélag Jökulsár á Dal stendur fyrir flugukastnámskeiði fyrir byrjendur í íþróttahúsinu á Brúarási þriðjudagskvöldið 11. júní kl. 19-21. Leiðbeinandi er Björgvin Pálsson frá Veiðiflugunni. Stangir til að æfa köst verða á staðnum og munu þátttakendur síðan fá afsláttarbréf í Veiðifluguna á fluguveiðigræjur og tengdar vörur. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem búa á bökkum Jöklu…

Nýr formaður kosinn á aðalfundi

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 13. apríl sl. Á fundinum voru áhugaverð erindi frá Þresti Elliðasyni leigutaka, Inga Rúnari Jónssyni frá Hafrannsóknastofnun og Snævarri Georgssyni veiðimanni og leiðsögumanni við ána. Helstu atriði má sjá í aðalfundargerð. Hefðbundin aðalfundarstörf tóku síðan við eftir þessi erindi og er þar markverðast að nýr…

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2019 verður haldinn Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 13. apríl 2019, kl. 14:00. Dagskrá: 1.Erindi gesta fundarins: Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka. Erindi fulltrúa Hafrannsóknastofnunar um rannsóknir síðasta árs. Erindi Snævarrs Arnar Georgssonar, veiðileiðsögumanns við Jöklu. 2. Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum 3. Skýrsla stjórnar 4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar…