Arðgreiðslur fyrir 2018

Á aðalfundi sl. vor var samþykkt að greiða 60% af leigutekjum ársins sem arð til veiðiréttarhafa við Jöklu. Með fréttabréfinu í júní voru send út eyðublöð og óskir um upplýsingar frá veiðiréttarhöfum varðandi greiðslur á arði. Heimtur á þeim upplýsingum hafa verið nokkuð góðar en betur má ef duga skal. Nú fyrir jól sendi veiðifélagið…

Góður endasprettur í september

Það er enginn hörgull á fallegum veiðistöðum á Efra-Dal. Ljósm. SBG. Eins og frá var greint í síðustu færslu þá kom yfirfallið óvenjusnemma í ár sökum veðurblíðu og hlýinda fyrrapart sumars. En síðan gerðist það sem hefur einu sinni gerst áður, yfirfallið fór af áður en veiðitíma lauk. 20. september tók Jökla að hreinsa sig…

Stuttur veiðitími þetta árið!

Sólin hefur skinið vel á okkur hér fyrir austan frá því í vor. Ekki er hægt að kvarta yfir veðurblíðunni en hún er veiðifélaginu ekki hagstæð. Yfirborð Hálslóns var lágt í vor þegar við héldum aðalfund og því útlit fyrir gott og langt veiðiár í Jöklu. En sökum sólbráðar í hlýindum undanfarna mánuði hækkaði ört…

Styttist í opnun Jöklu

Jökla verður opnuð sunnudaginn 1. júlí að venju. Sést hefur til laxa í ánni, m.a. stökkvandi á Hólaflúðinni hjá Hauksstöðum. En þar er unnið að varanlegri stígagerð um þessar mundir til að bæta aðgengið. Verið er að koma fyrir skiltum við veiðistaði víða við ána og ný veiðikort voru að koma úr prentun. Þá hefur…