Stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal boðar til aðalfundar á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 27. apríl kl. 14.00. Dagskrá verður í samræmi við samþykktir félagsins og fundarboð hafa verið send til félagsmanna í pósti. Gestir fundarins verða Þröstur Elliðason, fyrirsvarsmaður Strengja leigutaka árinnar og Stefán Hrafnsson sem ætlar að segja frá Six Rivers verkefninu á…
Author: jokulsa
Yfirfallið kom 1. ágúst
Yfirfallið kom óvenjusnemma á Jöklu þetta árið eða 1. ágúst. Aðeins einu sinni áður hefur það komið álíka snemma. Það þýddi að aðeins var veiðanlegt í tæpar 5 vikur í ánni og veiðin í fullum gangi um allt upp í Tregluhyl þegar yfirfallið byrjaði. Búið var að veiða um 430 laxa og Jökla í 9….
Fréttabréfið komið út
Hið árlega fréttabréf er komið út og á leið til veiðiréttarhafa. Í því er hefðbundið efni og rétt að minna á að tiltektardagur félagsins er laugardagur 8. júlí. Nánari upplýsingar um hann er m.a. að finna í fréttabréfinu sem lesa má rafrænt hér.
Fyrsti laxinn 2023 kominn á land
Fyrsta lax veiðisumarsins 2023 í Jöklu veiddi Neil Robertson í Skipalág neðan við Fossá. Þessi 85 sm hængur tók hina klassísku flugu Black Sheep og var lúsugur. Hann kom á land um klukkan hálftíu að morgni sunnudagsins 25. júní. Ljósmyndina tók Þröstur Elliðason.
Veiðin hefst 25. júní – tiltekt 8. júlí
Veiðin í Jöklu hefst nk. sunnudag, 25. júní. Eftir hlýtt vor er áin löngu komin í sumarvatn og hitastigið í henni það hátt að laxinn er væntanlega genginn langt upp á Dal. Það er því spenna í lofti fyrir fyrsta veiðidegi. En að sama skapi ákveðinn kvíði vegna stöðu Hálslóns sem hefur aldrei staðið jafnhátt…
Að loknum aðalfundi
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn laugardaginn 29. apríl 2023 á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum. Þar fluttu Þröstur Elliðason frá Strengjum og Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, áhugaverð erindi á undan hefðbundnum aðalfundarstörfum. Þröstur ræddi m.a. niðurstöður seiðarannsókna sem sýna greinilega aukningu í náttúrulegri hrygningu í Jöklu og benda rafveiðar síðustu tveggja ára…
Aðalfundur 29. apríl 2023
Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal árið 2023 verður haldinn á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 29. apríl kl. 14:00. Dagskrá: Kaffiveitingar verða í boði veiðifélagsins á fundinum. Þeir sem vilja fylgjast með streymi frá fundinum vinsamlega sendi Skúla Birni tölvupóst á skulibg@simnet.is.
780 laxar fyrir yfirfall
Yfirfall við Kárahnjúka byrjaði 5. september þetta árið svo að verður að treysta á þverárnar út mánuðinn.. Veiði hefur verið með ágætum í sumar og búið að landa um 780 löxum á móti 500 í fyrra. Jökla er nálægt því að vera á topp tíu listanum yfir aflahæstu árnar á þessum tímapunkti en hæpið að…
Tiltekt 9. júlí og fréttabréf
Fréttabréf félagsins er komið út og ættu veiðiréttarhafar að hafa fengið það sent. Einnig er hægt að skoða það hér á netinu. Í því er m.a. sagt frá tiltektardeginum sem verður nk. laugardag 9. júlí. Mæting er við Brúarás kl. 10 þar sem Þorvaldur formaður skipuleggur aðgerðir og skiptir liði. Svo er gert ráð fyrir…
Veiðin fer vel af stað í Jöklu
Veiðin fór vel af stað þann 27. júní í Jöklu. Hér á myndinni er breski veiðimaðurinn Niall Morrisson með fyrsta lax sumarsins sem hann fékk á hitch í Hólaflúð á opnunarmorgni þann 27. (Ljósm. ÞE) Sett var í 15 laxa á þessu fyrsta degi og af þeim komu 9 að landi og flestir yfir 80…
Veiði hefst 27. júní – tiltekt í júlí
Veiði í Jöklu hefst 27. júní nk. Stjórn veiðifélagsins hefur ákveðið að tiltektardagur verði laugardaginn 9. júlí í ár. Landeigendur eru engu að síður hvattir til að huga að aðgengi fyrir sínu landi áður en veiðin hefst. Uppskipting árinnar í veiðisvæði breytist í ár þannig að Jökla verður eitt veiðisvæði frá Tregluhyl við Hákonarstaði og…
Ræktunarstarfið að skila árangri
Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu um seiðarannsóknir og veiði í Jöklu árið 2021. Í henni kemur m.a. fram að þéttleikavísitala villtra laxaseiða var sumarið 2021 sú hæsta sem mælst hefur, 10,5 seiði á 100 m2. Og út frá hreistursýnum sem bárust voru um 65 % smálaxanna og 78 % stórlaxanna metinn af villtum uppruna. Það…