Nú þegar mánuður er liðinn frá því byrjað var að veiða í Jöklu er búið að landa 500 löxum. Er það betri veiði en nokkru sinni áður á þessum tíma. Hólaflúð er sem fyrr sá veiðistaður sem er með flesta fiska, komnir yfir 130 þar á land en úr Steinboganum eru komnir yfir 80 laxar. Veiðin hefur verið dreifast yfir ána síðustu vikuna og lifnað yfir tökum með rigningunni. Fimmtudaginn 24. júlí voru skráðir 32 laxar sem veiddust allt frá Arnarmel og upp í Tregluhyl. Langvarandi hlýindi í júlí gera það að verkum að jökulbráð hefur verið með mesta móti og vatnshæð Hálslóns stigið hratt. Enn eru þó margir góðir veiðidagar eftir þangað til yfirfallið skellur á.