Fyrsti laxinn kom úr Laxá

Veiði hófst í Jöklu í morgun 24. júní líkt og í fyrra. Skilyrði voru betri en á síðasta ári en samt búið að rigna töluvert síðasta sólarhringinn. Fyrsti laxinn kom á land í Laxá á tíunda tímanum. Það var veiðimaður frá Spáni sem setti í og landaði fallegum 88 sm hæng sem tók Sunray á Efri-Brúarbreiðunni. Síðustu daga hefur sést til fiska við Steinboga og á Hólaflúð svo að þegar veður skánar verður veisla fyrir opnunarhollið, sárabót fyrir enga veiði í opnun á síðasta ári.

Leave a comment