Þorvaldur endurkjörinn formaður

Aðalfundur Veiðifélags Jöklu var haldinn sunnudaginn 27. apríl. Á fundinum var Þorvaldur P. Hjarðar endurkjörinn sem formaður til næstu 3ja ára og engar breytingar urðu á nefndaskipan. Samþykkt var að 70% af leigutekjur ársins færu í arðgreiðslur. Jafnframt var samþykkt að stjórn beri ábyrgð á endurskoðun og uppfærslu arðskrár en í haust mun búsvæðamat frá sérfræðingum Hafs og vatns liggja fyrir. Þar með verður hægt að virkja þær 2000 einingar inn í arðskrána sem skildar voru eftir 2016. Gert er ráð fyrir að ný arðskrá verði lögð fyrir aðalfund 2026. Aðalfundargerð er hægt að lesa hér.

Leave a comment