Stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal boðar til aðalfundar á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00. Dagskrá verður í samræmi við samþykktir félagsins og fundarboð hafa verið send til félagsmanna í pósti. Gestir fundarins verða Þröstur Elliðason, fyrirsvarsmaður Strengja leigutaka árinnar, Gunnar Örn Petersen, frkvstj. Landssambands veiðifélaga og Stefán Hrafnsson sem ætlar að segja frá Six Rivers verkefninu á norðausturhorninu. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.