Á aðalfundi veiðifélagsins 27. apríl kynnti Árni Óðinsson frá Landsvirkjun hver staðan væri á vatnshæð Hálslóns og hverjar horfur væru varðandi yfirfall í sumar. Í máli hans kom fram að vatnsstaðan hefur aðeins einu sinni verið lægri á þessum tíma og það var veturinn 2013-2014. Enn er að lækka í lóninu og sérfræðingar telja jafnvel aðeins 30% líkur á að lónið fyllist í ár. Þetta gæti þýtt að veiðisumarið 2024 yrði það lengsta í sögu Jöklu, en mest hefur verið hægt að veiða í 78 daga. Í ár hefst veiðin 24. júní og því gæti farið svo að 92 veiðidagar næðust í fyrsta sinn.
