Óbreytt stjórn eftir aðalfund

Aðalfundur veiðifélagsins var haldinn laugardaginn 27. apríl á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum. Þröstur Elliðason leigutaki fór yfir síðasta ár og horfur fyrir veiðisumarið sem eru góðar, enda hverfandi líkur á að yfirfall trufli veiði fyrr en seint eins og Árni Óðinsson frá Landsvirkjun staðfesti í sínu erindi. Hefðbundin aðalfundarstörf gengu vel fyrir sig og voru Halla Eiríksdóttir og Lárus Brynjar Dvalinsson klöppuð inn í aðalstjórn til næstu þriggja ára. Í varastjórn eru áfram Agnar Benediktsson, Þorsteinn P. Gústafsson og Stefanía Karlsdóttir. Engar breytingar urðu á skoðunarmönnum eða nefndum. Aðalfundargerð er aðgengileg hér á síðunni ásamt ársreikningi.

Leave a comment