Óbreytt stjórn eftir aðalfund

Aðalfundur veiðifélagsins var haldinn laugardaginn 27. apríl á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum. Þröstur Elliðason leigutaki fór yfir síðasta ár og horfur fyrir veiðisumarið sem eru góðar, enda hverfandi líkur á að yfirfall trufli veiði fyrr en seint eins og Árni Óðinsson frá Landsvirkjun staðfesti í sínu erindi. Hefðbundin aðalfundarstörf gengu vel fyrir sig og voru…

Þriðjungslíkur á engu yfirfalli í Jöklu

Á aðalfundi veiðifélagsins 27. apríl kynnti Árni Óðinsson frá Landsvirkjun hver staðan væri á vatnshæð Hálslóns og hverjar horfur væru varðandi yfirfall í sumar. Í máli hans kom fram að vatnsstaðan hefur aðeins einu sinni verið lægri á þessum tíma og það var veturinn 2013-2014. Enn er að lækka í lóninu og sérfræðingar telja jafnvel…

Aðalfundur 27. apríl 2024

Stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal boðar til aðalfundar á Hótel Stuðlagili á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 27. apríl kl. 14.00. Dagskrá verður í samræmi við samþykktir félagsins og fundarboð hafa verið send til félagsmanna í pósti. Gestir fundarins verða Þröstur Elliðason, fyrirsvarsmaður Strengja leigutaka árinnar og Stefán Hrafnsson sem ætlar að segja frá Six Rivers verkefninu á…