Yfirfallið kom 1. ágúst

Yfirfallið kom óvenjusnemma á Jöklu þetta árið eða 1. ágúst. Aðeins einu sinni áður hefur það komið álíka snemma. Það þýddi að aðeins var veiðanlegt í tæpar 5 vikur í ánni og veiðin í fullum gangi um allt upp í Tregluhyl þegar yfirfallið byrjaði. Búið var að veiða um 430 laxa og Jökla í 9. sæti á landsvísu yfir heildarfjöld veiddra laxa í sumar. Nú hafa hliðarárnar og Fögruhlíðará tekið við og stórar bleikjur hafa fengist í Kaldánni auk laxa. Rigningar er þörf til að auka göngur í Laxá og Fögruhlíðará. Síðan er aldrei að vita nema yfirfallinu ljúki snemma ef að ágúst og september verða með kaldar nætur og lágan meðalhita.

Leave a comment