Veiðin hefst 25. júní – tiltekt 8. júlí

Veiðin í Jöklu hefst nk. sunnudag, 25. júní. Eftir hlýtt vor er áin löngu komin í sumarvatn og hitastigið í henni það hátt að laxinn er væntanlega genginn langt upp á Dal. Það er því spenna í lofti fyrir fyrsta veiðidegi. En að sama skapi ákveðinn kvíði vegna stöðu Hálslóns sem hefur aldrei staðið jafnhátt á þessum tíma. Stjórn félagsins boðar til tiltektardags með hefðbundnu sniði laugardaginn 8. júlí og mun fréttabréf verða sent út í næstu viku.

Leave a comment