Fréttabréfið komið út

Hið árlega fréttabréf er komið út og á leið til veiðiréttarhafa. Í því er hefðbundið efni og rétt að minna á að tiltektardagur félagsins er laugardagur 8. júlí. Nánari upplýsingar um hann er m.a. að finna í fréttabréfinu sem lesa má rafrænt hér.

Fyrsti laxinn 2023 kominn á land

Fyrsta lax veiðisumarsins 2023 í Jöklu veiddi Neil Robertson í Skipalág neðan við Fossá. Þessi 85 sm hængur tók hina klassísku flugu Black Sheep og var lúsugur. Hann kom á land um klukkan hálftíu að morgni sunnudagsins 25. júní. Ljósmyndina tók Þröstur Elliðason.

Veiðin hefst 25. júní – tiltekt 8. júlí

Veiðin í Jöklu hefst nk. sunnudag, 25. júní. Eftir hlýtt vor er áin löngu komin í sumarvatn og hitastigið í henni það hátt að laxinn er væntanlega genginn langt upp á Dal. Það er því spenna í lofti fyrir fyrsta veiðidegi. En að sama skapi ákveðinn kvíði vegna stöðu Hálslóns sem hefur aldrei staðið jafnhátt…