Veiðin fer vel af stað í Jöklu

on

Veiðin fór vel af stað þann 27. júní í Jöklu. Hér á myndinni er breski veiðimaðurinn Niall Morrisson með fyrsta lax sumarsins sem hann fékk á hitch í Hólaflúð á opnunarmorgni þann 27. (Ljósm. ÞE) Sett var í 15 laxa á þessu fyrsta degi og af þeim komu 9 að landi og flestir yfir 80 sm og vel haldnir. Byrjunin lofar því góðu enda er vatnsmagn og vatnshiti hagstæðari þessa upphafsdaga heldur en í fyrra þegar enn var mikið leysingavatn á ferðinni á sama tíma.

Leave a comment