Veiði hefst 27. júní – tiltekt í júlí

on

Veiði í Jöklu hefst 27. júní nk. Stjórn veiðifélagsins hefur ákveðið að tiltektardagur verði laugardaginn 9. júlí í ár. Landeigendur eru engu að síður hvattir til að huga að aðgengi fyrir sínu landi áður en veiðin hefst.

Uppskipting árinnar í veiðisvæði breytist í ár þannig að Jökla verður eitt veiðisvæði frá Tregluhyl við Hákonarstaði og niður að Skipalág við Hallgeirsstaði, ásamt Laxá og Kaldá. Leyfðar verð 6-8 stangir en þeim gæti fjölgað á næsta ári. Þegar yfirfall dettur á síðsumars bætist Fögruhlíðará við veiðisvæðið. En fram að því eru Fögruhlíðará og neðsti hluti Jöklu, neðan Skipalágar, annað veiðisvæði sem selt er sérstaklega.

Leave a comment