Hafrannsóknastofnun hefur gefið út skýrslu um seiðarannsóknir og veiði í Jöklu árið 2021. Í henni kemur m.a. fram að þéttleikavísitala villtra laxaseiða var sumarið 2021 sú hæsta sem mælst hefur, 10,5 seiði á 100 m2. Og út frá hreistursýnum sem bárust voru um 65 % smálaxanna og 78 % stórlaxanna metinn af villtum uppruna. Það bendir því allt til að ræktunarstarfið í ánni sé að skila sér og hlutfall úr náttúrulegri hrygningu að skila sér í vaxandi mæli í veiddum fiskum. Hægt er að skoða skýrsluna hér undir rannsóknarskýrslum á síðunni.