Þorvaldur áfram formaður

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn á Skjöldólfsstöðum 23. apríl 2022. Á honum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var að þessu sinni kosið um formannssætið. Þorvaldur P. Hjarðar gaf kost á sér áfram og var enginn annar í framboði. Þorvaldur mun því sitja sem formaður næstu þrjú árin. Varamenn voru endurkjörnir þau Agnar Benediktsson, Þorsteinn Gústafsson og Stefanía Karlsdóttir. Í máli leigutaka kom fram að ágætar horfur væru með sumarið framundan hvað varðaði bókanir en í sumar verður skipting veiðisvæða með öðru sniði en verið hefur og áin allt eitt svæði frá Skipalág að Tregluhyl. Hægt er að lesa fundargerð og sjá ársreikning félagsins undir Fundargerðir hér á síðunni.

Leave a comment