Ágætt veiðiár í Jöklu

Veiðisumarið 2021 var ágætt í Jöklu miðað við margar aðrar ár. Veiði hófst 27. júní og yfirfallið kom 24. ágúst þannig að veitt var í rúmar átta vikur. Heildarlaxveiðin í Jöklu sjálfri var 504 laxar og þar af veiddust 53% ofan við Hólaflúð sem sýnir að Jökuldalurinn er að sækja í sig veðrið. Og hlutfall fiska sem voru 70 sm eða stærri var einnig mjög gott eða 56%. Hægt er að skoða skiptingu veiði eftir veiðistöðum og tölfræði sem Snævarr Örn Georgsson leiðsögumaður hefur unnið hér á síðunni undir veiðitölur.

Leave a comment