Um 370 laxar á land

Veiðimenn í Jöklu hafa fengið á kenna á veðurblíðunni í sumar og áin orðið allt að 20 gráðu heit. Samt hefur verið ágæt veiði og um 370 laxar komnir á land. Hátt í þriðjungur þeirra veiddist á Jöklu 2 og hefur sést til laxa að skoða Stuðlagil líkt og ferðamennirnir. Veiðin hefur dreifst vel nema neðsti hlutinn frá Hallgeirsstöðum og niður úr hefur lítið komið inn. Hiti og sól sumarsins gera það að verkum að þó að staðan í Hálslóni hafi verið góð um 20. júní þá hefur síðan hækkað hratt í lóninu sem stóð í 620 m 10. ágúst. Það er því útlit fyrir að yfirfallið verði komið fyrir 20. ágúst svo að veiðimennirnir verða að herða sig til að ná tölum síðasta árs. Á myndinni má sjá ánægðan veiðimann með 80 cm hæng úr Arnórsstaðahvammi sem veiddist 10. ágúst.

Leave a comment