Veiði í Jöklu hefst sunnudaginn 27. júní. Líkt og undanfarin ár efnir félagið til tiltektardags fyrir opnun og verður hann laugardaginn 26. júní að þessu sinni. Eru landeigendur hvattir til að huga að aðgengi að ánni fyrir sínu landi og fjarlægja rusl. Þeir sem hafa tíma aflögu til að fara með stjórnarmönnum á fleiri staði, huga að merkingum o.fl. geta mætt við Brúarás kl. 13. Eftir tiltekt kl. 16 verður grill í Hálsakoti þar sem félagsmenn eru hvattir til að mæta í og ræða horfur sumarsins og fleira. Fréttabréf félagins er á leið til veiðiréttarhafa í pósti en það er einnig aðgengilegt hér á vef félagsins.