Það var heppinn ungur þýskur veiðimaður sem landaði stærsta fiski sem veiðst hefur í Jöklu í veiðistaðnum Sjálfheldu innan við Blöndugerði þann 17. júlí. Hrygnan tók 1/4 tommu Snældu og endaði í háfnum eftir mikla baráttu í gljúfrinu. Myndina tók leiðsögumaðurinn Matthías Þór Hákonarson. Veiðin í ánni hefur farið ágætlega af stað og komnir vel á annað hundrað fiskar á land. Útlit er fyrir að yfirfall við Kárahnjúka muni ekki trufla veiði fyrr en eftir 20. ágúst sem er eins og í meðalári. Því eru a.m.k. fjórar góðar veiðivikur eftir af sumrinu í Jöklu og enn lausar stangir.