Jökla opnaði í morgun með stæl, fyrsti lax, 70 sm hrygna, var kominn á land fljótlega eftir að flugan skautaði á hitch yfir Hólaflúðina. Þar var töluvert af fiski og veiddust þrír tveggja ára fiskar þar fyrir hádegi. Atlantshafslaxinn er því mættur í Jöklu og áin eins og hún getur best orðið, vatnshiti komin yfir 10 gráður og vatnsmagnið fallið niður fyrir 30 rúmmetra við Hjarðarhaga. Dagurinn lofar góðu fyrir komandi vikur.