Grill, tiltekt og veiði sunnudaginn 28. júní

on

Fréttabréf veiðifélagsins er lagt af stað til veiðiréttarhafa í pósti og ætti að ná til manna næstu daga. Í því er m.a. boðað til tiltektar- og fjölskyldudags sunnud. 28. júní. Hefst hann með grilli í Hálsakoti kl. 12 og síðan skipta menn sér á svæði í tiltekt fram til kl. 16 en eftir það geta áhugasamir rennt fyrir fisk á völdum stöðum. Tilgangurinn er að hreinsa umhverfi árinnar fyrir opnun hennar 1. júlí og koma saman á góðum degi. Í fréttabréfinu er einnig að finna verklagsreglur varðandi styrkveitingar til framkvæmda er bæta aðgengi veiðimanna að ánni. Félagið fékk 500 þús. kr. úr Fiskræktarsjóði þetta árið í slíkt og get landeigendur/ábúendur sótt um styrki til stjórnar í framkvæmdir.  Eyðublöð og verklagsreglur eru einnig hér á síðunni undir flokknum Eyðublöð.

Leave a comment