Aðalfundur afstaðinn

Aðalfundur félagsins var haldinn á Skjöldólfsstöðum 30. maí sl. Fundurinn var fremur fámennur en auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var Þröstur Elliðason leigutaki með stutt erindi gegnum fjarfundabúnað. Skúli Björn Gunnarsson og Gestur Hallgrímsson voru endurkjörnir í stjórn til 3ja ára og lítilsháttar breyting varð á skipan varamanna. Agnar Benediktsson er 1. varamaður, Þorsteinn Gústafsson 2. varamaður og Stefanía Karlsdóttir 3. varamaður. Nefndaskipan er óbreytt frá fyrra ári. Á fundinum var samþykkt að fresta til aðalfundar 2021 ákvörðun um innheimtu leigugreiðslna fyrir árið 2020 og þar með einnig greiðslu á arði fyrir árið 2020 á grundvelli hruns í veiðileyfasölu vegna COVID-19. Stefnt er að útsendingu fréttabréfs fyrir 20. júní og að halda tiltektar- og fjölskyldudag undir lok mánaðarins áður en veiði hefst. Aðalfundargerðina má nálgast hér.

Leave a comment