Hér með er boðað til aðalfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal, sem haldinn verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 30. maí 2020, kl. 14:00.
Dagskrá:
Erindi gesta fundarins:
- Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka.
- Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum
- Skýrsla stjórnar
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar (hér er hægt að skoða ársreikning 2019 óundirritaðan)
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Fjárhagsáætlun næsta árs (hér er hægt að skoða fjárhagsáætlun 2020 frá stjórn)
- Breytingar á samþykktum félagsins (engar fyrirliggjandi)
- Kosningar:
- Kosning 2ja aðalmanna í stjórn til þriggja ára
- Kosning 3ja varamanna í stjórn til eins árs
- Kosning 2ja skoðunarmanna og varaskoðunarmanns til eins árs
- Kosning kjörbréfanefndar til eins árs. Þrír aðalmenn og tveir til vara
- Arðgreiðslur
Stjórn veiðifélagsins leggur svohljóðandi tillögu fyrir fundinn:
Mikil óvissa ríkir um veiðileyfasölu ársins hjá leigutaka sökum COVID-19 faraldursins. Stjórn félagsins leggur til að ákvörðun um innheimtu umsaminna leigugreiðslna fyrir árið 2020 og þar af leiðandi einnig um arðgreiðslu ársins 2020, verði frestað til aðalfundar 2021.
9. Önnur mál
Meðfylgjandi er atkvæðaskrá Veiðifélags Jökulsár á Dal. Nauðsynlegt er að gerðar séu athugasemdir við atkvæðaskrána telji menn hana ranga eða tilgreiningu á því hver fari með atkvæðisrétt. Athugasemdir skulu gerðar fyrir 25. maí og sendar formanni veiðifélagsins, Þorvaldi P. Hjarðar (hjardar@simnet.is), sem mun vísa þeim til umfjöllunar kjörbréfanefndar.
Nauðsynlegt er, ef eignarhald er dreift, jörð er eign félags eða ef ábúandi fer ekki með atkvæðisrétt, að sá sem sækir aðalfund hafi til þess skriflega heimild eða umboð sem uppfyllir formskilyrði samkvæmt lax- og silungsveiðilögum, enda kann atkvæðisréttur jarðar að falla niður ella. Hafa má samband við formann kjörbréfanefndar, Þorstein P. Gústafsson, til að fá nánari leiðbeiningar ef þurfa þykir.
Hægt er að sækja umboðseyðublað, fundargögn og aðrar upplýsingar á heimasíðu félagsins http://www.jokla.org. Félagsmenn geta haft samband við stjórnarmenn um nánari upplýsingar um einstaka fundarliði.
Þá er vakin athygli á því að mikilvægt er að veiðifélaginu sé tilkynnt um eigendaskipti á jörðum.
- maí 2020
Stjórn Veiðifélags Jökulsár á Dal