Lax um alla á en yfirfallið komið

Það fór eins og í fyrra, yfirfallið komið í byrjun ágúst en áin varð óveiðanleg fyrir hádegi í dag, 6. ágúst. Og á sama tíma eru góðar göngur og lax um alla Jöklu. Í gær 5. ágúst þegar fór að leka yfir við Kárahnjúka komu 25 laxar á land vítt og breitt á veiðisvæðinu og sá efsti veiddist í Tregluhyl. Nú er bara að treysta á hliðarárnar og Fögruhlíðarána fyrir veiðimenn sem eiga bókað næstu vikur. Hver veit nema að það opnist svo aftur fyrir veiðina í Jöklu áður en veiði lýkur í september eins og gerðist í fyrra. En veiðin í Jöklu þessar tæpu 6 vikur sem hægt var að veiða hefur verið með ágætum, sérstaklega m.v. slaka laxveiði um allt land.

 Fallegur 75 cm hængur veiddur 5. ágúst og Tregluhylur skammt fyrir utan Hákonarstaði á Efra-Dal, rúma 60 km frá ósum Jöklu. Ljósm. SBG.

Leave a comment