Veiði hófst í Jöklu fimmtudaginn 27. júní. Það er nokkrum dögum fyrr en vanalega en laxinn var mættur þó að hann væri tregur til að taka í heitu vatninu. Bæði sást til fiska við Laxárós og í Hólaflúð. Í dag 28. júní kom síðan sá fyrsti á land, falleg 79 sm hrygna sem tók hitch uppi á Eiðsbreiðu í Laxá hjá hinum þýska Christian. Einnig sáust fiskar í Steinboga og Hólaflúð sem lofar góðu fyrir veiði næstu daga í betri skilyrðum en sól og hita. Veiðisumarið er hafið og vonandi stendur það sem lengst. Yfirborð Hálslóns er þó í hærra lagi en það er í nákvæmlega sömu hæð og fyrir ári síðan.