Fjölskyldu- og tiltektardagur 23. júní

on

Fjölskyldu- og tiltektardagur sunnudaginn 23. júní

Stjórn veiðifélagsins hefur í samráði við leigutaka ákveðið að efna til fjölskyldu- og tiltektardags sunnudaginn 23. júní. Veiðiréttarhafar eru hvattir til að nýta daginn til þess að huga að aðgengi veiðimanna á jörðum sínum en sameiginleg dagskrá verður svona: 

Kl. 12. Safnast saman við Brúarás með verkfæri til að laga stíga o.fl. Skipt verður liði og farið yfir merkingar og aðgengi við sem flesta veiðistaði og „plokkað“ rusl.

Kl. 14-17. Áhugasamir veiðimenn hittast hjá Breiðumörk og Guðmundur veiðivörður mun vísa leiðina á veiðistaði þar sem má renna fyrir fiski. Tilvalið fyrir þá sem voru á flugukastnámskeiði að prófa sig út við á.

Kl. 17-19. Grill og gleði við veiðihúsið í Hálsakoti. Allir félagar velkomnir hvort sem þeir hafa náð að taka þátt í verkum dagsins eða ekki.   

Vonandi sjá sem flestir sér fært að vera með á þessum degi. Veðurspáin er góð og mikilvægt að betrumbæta aðgengi við ána áður en fyrstu veiðimennirnir mæta þann 27. júní.

Leave a comment