Veiðifélag Jökulsár á Dal stendur fyrir flugukastnámskeiði fyrir byrjendur í íþróttahúsinu á Brúarási þriðjudagskvöldið 11. júní kl. 19-21. Leiðbeinandi er Björgvin Pálsson frá Veiðiflugunni. Stangir til að æfa köst verða á staðnum og munu þátttakendur síðan fá afsláttarbréf í Veiðifluguna á fluguveiðigræjur og tengdar vörur.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem búa á bökkum Jöklu eða tengjast veiðiréttarhöfum og hafa áhuga á að leggja fyrir sig fluguveiði og veiðileiðsögn við Jöklu.
Þátttökugjald er kr. 10.000 en til að hvetja áhugasama til að mæta mun veiðifélagið styrkja þátttakendur um helming þátttökugjaldsins eða 5.000 kr.
Skráningar á námskeiðið skulu berast til Skúla Björns á netfang skulibg@simnet.is eða í síma 860-2985, eigi síðar en 10. júní.