Veiði hófst í Jöklu fimmtudaginn 27. júní. Það er nokkrum dögum fyrr en vanalega en laxinn var mættur þó að hann væri tregur til að taka í heitu vatninu. Bæði sást til fiska við Laxárós og í Hólaflúð. Í dag 28. júní kom síðan sá fyrsti á land, falleg 79 sm hrygna sem tók hitch…
Month: June 2019
Fjölskyldu- og tiltektardagur 23. júní
Fjölskyldu- og tiltektardagur sunnudaginn 23. júní Stjórn veiðifélagsins hefur í samráði við leigutaka ákveðið að efna til fjölskyldu- og tiltektardags sunnudaginn 23. júní. Veiðiréttarhafar eru hvattir til að nýta daginn til þess að huga að aðgengi veiðimanna á jörðum sínum en sameiginleg dagskrá verður svona: Kl. 12. Safnast saman við Brúarás með verkfæri til að…
Flugukastnámskeið 11. júní
Veiðifélag Jökulsár á Dal stendur fyrir flugukastnámskeiði fyrir byrjendur í íþróttahúsinu á Brúarási þriðjudagskvöldið 11. júní kl. 19-21. Leiðbeinandi er Björgvin Pálsson frá Veiðiflugunni. Stangir til að æfa köst verða á staðnum og munu þátttakendur síðan fá afsláttarbréf í Veiðifluguna á fluguveiðigræjur og tengdar vörur. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem búa á bökkum Jöklu…