Nýr formaður kosinn á aðalfundi

on

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal var haldinn á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 13. apríl sl. Á fundinum voru áhugaverð erindi frá Þresti Elliðasyni leigutaka, Inga Rúnari Jónssyni frá Hafrannsóknastofnun og Snævarri Georgssyni veiðimanni og leiðsögumanni við ána. Helstu atriði má sjá í aðalfundargerð. Hefðbundin aðalfundarstörf tóku síðan við eftir þessi erindi og er þar markverðast að nýr formaður var kosinn fyrir félagið. Þorvaldur P. Hjarðar í Hjarðarhaga mun gegna embætti formanns næstu þrjú árin. Var hann einn í framboði. Aðalsteini Jónssyni var þakkað fyrir velunnin störf þau sex ár sem hann hefur sinnt formannsembættinu. Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt að greiða út í júní skv. arðskrá 50% af höfuðstóli félagsins sem væri tilkomið vegna leigutekna fyrri ára. Og einnig var samþykkt að greiða 60% af leigutekjum ársins sem arð árslok. Aðalfundargerðina má lesa nálgast hér.

Leave a comment