Á aðalfundi sl. vor var samþykkt að greiða 60% af leigutekjum ársins sem arð til veiðiréttarhafa við Jöklu. Með fréttabréfinu í júní voru send út eyðublöð og óskir um upplýsingar frá veiðiréttarhöfum varðandi greiðslur á arði. Heimtur á þeim upplýsingum hafa verið nokkuð góðar en betur má ef duga skal. Nú fyrir jól sendi veiðifélagið ítrekun til veiðiréttarhafa um að koma greiðsluupplýsingum til gjaldkera félagsins, Höllu Eiríksdóttur, svo að unnt verði að greiða arð til hlutaðeigandi fyrir árslok. Hægt er að senda Höllu upplýsingar á netfang hallahakonar@gmail.com.