Styttist í opnun Jöklu

on

Jökla verður opnuð sunnudaginn 1. júlí að venju. Sést hefur til laxa í ánni, m.a. stökkvandi á Hólaflúðinni hjá Hauksstöðum. En þar er unnið að varanlegri stígagerð um þessar mundir til að bæta aðgengið. Verið er að koma fyrir skiltum við veiðistaði víða við ána og ný veiðikort voru að koma úr prentun. Þá hefur stjórn sent út til félagsmanna fréttabréf veiðifélagsins ásamt bréfum vegna fyrirhugaðrar greiðslu á arði af leigutekjum ársins. Ætti sú sending að berast fyrir mánaðamótin til flestra. Í fréttabréfinu er m.a. tilkynnt um veiðifélagsdag sem ætlunin er að halda 18. ágúst og jafnframt er þeim sem hafa áhuga á að kynna sér fluguveiði og leiðsögn bent á að hafa samband við Skúla Björn.

Vonandi er gott veiðisumar framundan og við treystum því að yfirfallið komi ekki eins snemma og verið hefur síðustu tvö ár. Þar sem hlýtt hefur verið í veðri undanfarin mánuð er þó vatnshæð Hálslóns einungis 2 m undir því sem hún var á sama tíma í fyrra.

Leave a comment